Í umræðum um verndarsvæði í byggð lá mér svo margt á brjósti að ég braut eina af grundvallarreglum dansins í þingsal. Ég steig upp í pontu áður en forseti hafði klárað að kynna mig. Þetta stoppaði Óttarr Proppé náttúrulega af festu og öryggi, þannig að ég stökk frá pontunni. Svona getur maður verið kvikur og lipur.