Skip to content

Þriggja fyrirspurna þingseta

Fyrsta fyrirspurn Andrésar Inga var til utanríkisráðherra
Fyrsta fyrirspurn Andrésar Inga var til utanríkisráðherra

Það er ekki alltaf mörgu hægt að koma í verk þegar varamaður sest inn á þing, sérstaklega ef hann situr bara í fimm daga stuttu fyrir þinglok. Ég vissi þetta og hafði þess vegna undirbúið þrjár fyrirspurnir sem ég lagði fyrir jafnmarga ráðherra ríkisstjórarinnar. Þær voru um:

Þótt þingsköp Alþingis séu mjög skýr um tímafresti sem ráðuneyti hafa til að svara fyrirspurnum, þá létu tvö ráðuneytin svörin dragast svo lengi að þau skiluðu sér ekki áður en þingi var slitið fyrir haustið. Eina svarið sem ég fékk í hendurnar var frá utanríkisráðherra um Evrópustefnu stjórnarinnar. Eins írónískt og það kann að virðast kom fram í svarinu að ríkisstjórnin var komin langt yfir alla tímafresti sem hún setti sjálfri sér þegar hún samþykkti Evrópustefnuna.

Hinar tvær fyrirspurnirnar féllu þá niður dauðar, en ég var svo heppinn að Steinunn Þóra bauðst til að leggja þær aftur fram á nýju þingi og fékk þá loksins svör í hendur. Þar vakti svar innanríkisráðherra um svokallað samviskufrelsi presta mikla athygli og kom af stað sterkri umræðu í samfélaginu.