Gríska þjóðin á endastöð

Á öðrum degi þingsetunnar kvaddi ég mér hljóðs undir störfum þingsins til að tala um ástandið á Grikklandi, sem virtist vera komið á ákveðna endastöð í samskiptum sínum við Evrópusambandið. Gríska þjóðin þurfti að kjósa um drög að samningi sem mundi krefjast enn frekari niðurskurðar á velferðarkerfinu, velferðarkerfi sem hefur stöðugt verið gengið á, velferðarkerfi sem rétt hangir á horriminni. Ræðan … Read More

Jómfrúarræðan!

Ég var búinn að sitja á þingi í 84 mínútur þegar ég stökk loksins í pontu og hélt jómfrúarræðu. Til umræðu var tillaga umhverfis- og auðlindaráðherra að frestun gildistöku náttúruverndarlaga. Ég þekkti málið ágætlega, enda voru ný náttúruverndarlög samin í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu meðan ég starfaði þar sem aðstoðarmaður ráðherra. Í ræðunni gerði ég að umtalsefni umsögn fjármálaráðuneytisins um málið, … Read More

Hata karlar konur?

Á tyllidögum er sagt að hvergi sé jafnrétti kynjanna lengra komið en hér á landi. Stundum klórar maður sér í kollinum og spyr hvort það geti virkilega verið. Þrjú nýleg dæmi ættu að vekja flest jafnréttisþenkjandi fólk til verulegrar umhugsunar. Kennari við framhaldsskóla mælir í bloggfærslu með því að að kynferðisofbeldi sé beitt gegn sakborningum í níumenningamálinu, í gríni að … Read More

Fékk afsagnarflugu í höfuðið

Undanfarið hafa margir fengið þá flugu í höfuðið að afsagnir séu allra meina bót. Þó góð afsögn geti átt vel við, þá má orðið varla nokkuð koma upp á án þess að stokkið sé til og þess krafist að einhver axli pólitíska ábyrgð á uppákomunni með því að segja af sér.Framarlega í flokki þeirra sem hafa tekið tískunni um afsagnir … Read More

Hamborgarafriðurinn senn úti?

Fræðimenn í alþjóðastjórnmálum hafa undanfarin ár átt erfitt með að hrista af sér djúpstæða gagnrýni á verk sín. Hvernig stóð á því, spyrja gagnrýnendur, að öllum heimsins fræðingum mistókst að sjá fyrir hrun kommúnismans? Svipuð gagnrýni hefur svosem heyrst upp á síðkastið tengslum við hrun íslenska bankakerfisins og sofandihátt íslenska fræðasamfélagsins. Nú bregður svo við að tíðindi berast sem gefa … Read More

Samruni í söngvagæru?

Undanfarin ár hefur Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva – Eurovision – stækkað hröðum skrefum, og á sama tíma hefur hún dregið æ meiri dám af alþjóðakerfi stjórnmálanna. Háværar raddir eru um blokkamyndun og frændsemi. Almennt skítkast út í aðrar þjóðir er orðið regla frekar en undantekning – sem þessa dagana birtist helst í ásökunum um að austantjaldslöndin séu í klíku. Þessi þróun … Read More