Ári eftir þingviku

Í dag er eitt ár liðið síðan ég settist inn á þing sem varamaður Steinunnar Þóru Árnadóttur. Ég hafði aðeins úr fimm dögum að spila og reyndi að nýta tímann sem allra best. Á þessu ársafmæli er gaman að renna yfir örbloggið sem ég hélt úti og rifja þingvikuna upp. Þetta voru nokkuð skrítnir dagar á Alþingi, þar sem þingið … Read More

Samviskufrelsið prestanna

Af þeim þremur fyrirspurnum sem ég lagði fram vakti ein langmesta athygli. Sú snérist um svokallað „samviskufrelsi“ presta þjóðkirkjunnar, þ.e. hvort þeir hefðu heimild til að mismuna hjónaefnum á grundvelli kynhneigðar. Hugmyndir um þetta hafa skotið reglulega upp kollinum, t.d. stuttu áður en ég lagði fyrirspurnina fram þegar Kirkjuþing unga fólksins hvatti biskup til að nema heimildina úr gildi. Innanríkisráðuneytið … Read More

Þriggja fyrirspurna þingseta

Það er ekki alltaf mörgu hægt að koma í verk þegar varamaður sest inn á þing, sérstaklega ef hann situr bara í fimm daga stuttu fyrir þinglok. Ég vissi þetta og hafði þess vegna undirbúið þrjár fyrirspurnir sem ég lagði fyrir jafnmarga ráðherra ríkisstjórarinnar. Þær voru um: Evrópustefnu ríkisstjórnarinnar, endurgreiðslukröfur Fæðingarorlofssjóðs og þjónustu presta og mismunun á grundvelli kynhneigðar. Þótt þingsköp … Read More

Ég segi nei!

Eitt síðasta málið sem þingið afgreiddi meðan ég sat þar sem varamaður var tillaga um fjárheimild til uppbyggingar vegna stóriðju á Bakka. Innan Vinstri grænna hafa frá upphafi verið mjög skiptar skoðanir um framkvæmdirnar. Frekar en að ríkið leggi fjölda milljarða í mengandi og orkufrekan iðnað tel ég að nýta opinbert fjármagn til að styrkja fjölbreyttara og öflugara atvinnulíf. Upphaflega var gert ráð fyrir að … Read More

Eldhúsdagur 2015

Það hittist svo vel á meðan ég sat inni á þingi sem varamaður, að ég fékk að taka þátt í eldhúsdagsumræðum. Ég nýtti tækifærið til að vekja athygli á öllum kvenfrelsisbyltingunum sem höfðu átt sér stað á undanförnum vikum og mánuðum. Bylgja sem byrjaði með #freethenipple og hafði náð að rjúfa þögnina sem ríkir um þolendur kynferðisofbeldis dagana áður en ég … Read More

Rekinn úr pontu!

Í umræðum um verndarsvæði í byggð lá mér svo margt á brjósti að ég braut eina af grundvallarreglum dansins í þingsal. Ég steig upp í pontu áður en forseti hafði klárað að kynna mig. Þetta stoppaði Óttarr Proppé náttúrulega af festu og öryggi, þannig að ég stökk frá pontunni. Svona getur maður verið kvikur og lipur.