Um Andrés

Starfsfólk Stjórnlagaráðs stingur saman nefjum fyrir kosningu formanns ráðsins. Andrés Ingi heldur á kjörkassa.
Starfsfólk Stjórnlagaráðs stingur saman nefjum fyrir kosningu formanns ráðsins. Andrés Ingi heldur á kjörkassa.

Andrés Ingi Jónsson er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavíkurkjördæmi norður. Hann hefur tekið sæti á lista flokksins í Reykjavík fyrir þingkosningar frá árinu 2009, var varaþingmaður sumarið 2015 og kosinn þingmaður í október 2016.

Andrés er fulltrúi Vinstri grænna í allsherjar- og menntamálanefnd og Þingvallanefnd. Hann er varamaður í umhverfis- og samgöngunefnd, fjárlaganefnd og þingmannanefnd EFTA og EES.

Starfsreynsla

 • Þingmaður í eina viku, sumarið 2015.
 • Aðstoðarmaður tveggja ráðherra Vinstri grænna. Svandísar Svavarsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra, 2011-2013 og Álfheiðar Ingadóttur heilbrigðisráðherra 2010.
 • Nefndarritari í Stjórnlagaráði 2011. Starfaði með nefnd A, sem hafði grunngildi stjórnarskrárinnar á sinni könnu, og auk þess mannréttindi, náttúruauðlindir og umhverfismál.
 • Upplýsingafulltrúi tveggja ráðuneyta 2009-2010.
 • Verkefnisstjóri hjá Alþjóðamálastofnunar 2009.
 • Blaðamaður á 24 stundum 2007-2008.

Trúnaðarstörf fyrir Vinstri græn

 • Starfsmaður landsfundar 2015.
 • Fulltrúi í flokksráði frá 2013.
 • Fulltrúi Vinstri grænna í stjórn Kvenréttindafélags Íslands 2009-2013.
 • Varamaður Vinstri grænna í stjórn Landsvirkjunar 2013-2014.
 • Varamaður Vinstri grænna í þróunarsamvinnunefnd 2013-2015.

Menntun

 • MA í átakafræði (War, Violence and Security) frá University of Sussex 2007.
 • BA í heimspeki frá Háskóla Íslands 2004.