Skip to content

Jómfrúarræðan!

Ég var búinn að sitja á þingi í 84 mínútur þegar ég stökk loksins í pontu og hélt jómfrúarræðu. Til umræðu var tillaga umhverfis- og auðlindaráðherra að frestun gildistöku náttúruverndarlaga. Ég þekkti málið ágætlega, enda voru ný náttúruverndarlög samin í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu meðan ég starfaði þar sem aðstoðarmaður ráðherra.

[x_video_embed][/x_video_embed]

Í ræðunni gerði ég að umtalsefni umsögn fjármálaráðuneytisins um málið, sem mér þótti benda til að aldrei hafi staðið til að láta lögin taka gildi. Þegar til kom varð jómfrúarræðan fimm ræðu runa, þar sem við ráðherrann þurftum aðeins að

Þegar til kom varð jómfrúarræðan fimm ræðu runa, því ráðherranum gekk illa að svara þeim spurningum sem ég var með, sem kallaði á fleiri spurningar. Þá þurfti ég að svara Höskuldi Þórhallssyni, sem þótti ég vera með dylgjur og samsæriskenningar. Þar kom reyndar Össur Skarphéðinsson mér sérstaklega til varnar og sýndist allt benda til þess að þetta væri rétt mat hjá mér.

[blockquote cite=“Andrés Ingi, 29. júní 2015″ type=“center“]Var einhvern tíma ætlun ríkisstjórnarinnar og hæstv. ráðherra að þessi lög tækju gildi á yfirstandandi ári eins og til stóð eða var frá upphafi ætlast til þess að þessir 15 mánuðir væru aðallega nýttir til að teygja lopann og síðan yrði beðið um enn eina frestunina?[/blockquote]