Skip to content

Minningardagur trans fólks

Und­an­far­in ár hef­ur verið gam­an að fylgj­ast með rétt­inda­bar­áttu hinseg­in fólks á Íslandi. Hvert skrefið á fæt­ur öðru hef­ur verið tekið í átt til auk­inna mann­rétt­inda, viður­kenn­ing­ar á stöðu fólks og mik­il­væg­is þess að það njóti virðing­ar í sam­fé­lag­inu. Samt er ljóst að margt er hægt að bæta og að auk­in rétt­indi, lífs­gæði og ör­yggi hinseg­in fólks er síður en svo veru­leik­inn í öll­um lönd­um.

Víða get­ur jafn­vel verið lífs­hættu­legt fyr­ir fólk að op­in­bera hinseg­in­leika sinn og í dag, á alþjóðleg­um minn­ing­ar­degi trans fólks, minn­umst við trans fólks sem hef­ur verið myrt eða svipt sig lífi – ein­stak­linga sem eru ekki leng­ur með okk­ur vegna hat­urs annarra á kyn­vit­und þeirra. Jafn­framt eru ótal önn­ur sem verða fyr­ir of­beldi af sömu sök­um en bless­un­ar­lega kom­ast lífs af. Fram­fara­skref­in eru því hvergi nærri búin.

Að stjórn­mála­fólk eigi í virk­um sam­ræðum og hlusti á þau sem ákv­arðanir þeirra hafa áhrif á er nauðsyn­legt. Þetta skipt­ir líka máli í tengsl­um við já­kvæðu skref­in, því fram­förum geta fylgt óvænt nei­kvæð áhrif. Þannig var stórt og sér­stak­lega fram­sýnt skref stigið árið 2019, þegar Alþingi samþykkti lög um kyn­rænt sjálfræði sem tryggja fólki rétt til að skil­greina kyn sitt sjálft. Vegna þess hversu út­breidd­ir for­dóm­ar eru í heim­in­um leiðir þetta hins veg­ar til þess að kynseg­in fólk er í dag sett í þá stöðu að þurfa að velja á milli kyn­skrán­ing­ar sem sam­ræm­ist kyn­vit­und þess eða að viðhalda fullu ferðaf­relsi.

Með réttri kyn­skrán­ingu fær fólk í hend­urn­ar vega­bréf þar sem sú kyn­skrán­ing er tek­in skýrt fram, sem víða um heim get­ur bein­lín­is verið hættu­legt. Að geta ferðast um heim­inn án þess að þurfa að op­in­bera hinseg­in­leika þinn fyr­ir starfs­fólki flug­valla, hót­ela og öðrum þeim sem gætu skoðað vega­bréfið þitt er mikið ör­yggis­atriði í heimi þar sem for­dóm­ar og of­beldi gegn hinseg­in fólki eru allt of al­geng.

Þetta atriði er meðal þess sem lagt er til að breyta með frum­varpi sem ligg­ur nú fyr­ir Alþingi. Þar er safnað sam­an nokkr­um van­könt­um sem hafa komið í ljós á lög­um um kyn­rænt sjálfræði og er ætlað að bæta stöðu og auka ör­yggi kynseg­in fólks. Það er sprottið upp úr sam­töl­um við fólk sem stól­ar á lög­in og fjöl­skyld­ur þess og eitt atriðið sem lagt er til í frum­varp­inu er að ís­lensk kvár og stálp geti haft ferðaskil­ríki sem til­greina ekki að þau séu með hlut­lausa kyn­skrán­ingu.

Breyt­ing­ar sem þess­ar geta virst litl­ar og ein­ung­is tækni­leg­ar, en raun­in er sú að þær munu hafa veru­leg áhrif og auka ör­yggi og lífs­gæði þeirra sem þau snerta. Ísland hef­ur náð langt á und­an­förn­um árum í rétt­inda­bar­áttu hinseg­in fólks en við meg­um ekki láta þar við sitja. Á sama tíma og við minn­umst þess trans fólks sem hef­ur mætt of­beldi skul­um við ein­setja okk­ur að gera allt sem við get­um til að koma í veg fyr­ir að fleiri verði fyr­ir því.

Greinin birtist upphaflega í Morgunblaðinu, 20. nóvember 2023.