Skip to content

Gríska þjóðin á endastöð

Á öðrum degi þingsetunnar kvaddi ég mér hljóðs undir störfum þingsins til að tala um ástandið á Grikklandi, sem virtist vera komið á ákveðna endastöð í samskiptum sínum við Evrópusambandið. Gríska þjóðin þurfti að kjósa um drög að samningi sem mundi krefjast enn frekari niðurskurðar á velferðarkerfinu, velferðarkerfi sem hefur stöðugt verið gengið á, velferðarkerfi sem rétt hangir á horriminni.

Ræðan komst í hádegisfréttir RÚV, þótt vefútgáfan hafi reyndar upphaflega bara nefnt að Birgitta Jónsdóttir hefði gert sama mál að umtalsefni. En það er víst vandinn við að vera bara aumur varaþingmaður 😉

[blockquote cite=“Andrés Ingi, 30. júní 2015″ type=“center“]Er lýðræðiskerfið komið þangað að það snúist bara um lögmál hagkerfisins, að fjármálaráðherra Þýskalands ráði meiru um örlög grískra spítala og grískra lífeyrisþega en grísk stjórnvöld sjálf?[/blockquote]