Skip to content

Ég segi nei!

Ég hefði ekki stutt upphaflegt frumvarp um uppbyggingu á Bakka og ég mun ekki styðja það frumvarp sem hér er til umræðu. Ég segi nei.

Andrés Ingi, 3. júlí 2015

Eitt síðasta málið sem þingið afgreiddi meðan ég sat þar sem varamaður var tillaga um fjárheimild til uppbyggingar vegna stóriðju á Bakka. Innan Vinstri grænna hafa frá upphafi verið mjög skiptar skoðanir um framkvæmdirnar.

Frekar en að ríkið leggi fjölda milljarða í mengandi og orkufrekan iðnað tel ég að nýta opinbert fjármagn til að styrkja fjölbreyttara og öflugara atvinnulíf. Upphaflega var gert ráð fyrir að verja 1800 milljónum í vegaframkvæmdir vegna Bakka, en málið sem hér var til umræðu snérist um að fella það hámark á upphæðina úr lögum. Eins og ég lýsti í atkvæðaskýringu gat ég ekki stutt málið, ekki frekar en ég hefði getað stutt upphaflega tillögu um aðkomu ríkisins að uppbyggingu á Bakka.

Það spillti svo ekki fyrir að geta farið með línuna „ég segi nei“ í máli þar sem Ögmundur Jónasson sagði líka nei.